Friday, January 7, 2011

Skipulag og leikur með tölur

Þessar dósir innihalda ýmislegt fyrir föndrið mitt. En ég var alveg að verða vitlaus að leita alltaf í þeim öllum alltaf.
Svo ég tók allar nýju flottu límbandsrúllurnar mínar og merkti dósirna :-) Allt annað líf.

Dóttirin deilir áhuga mínum á tölum. Hún dundaði sér heillanga stund um daginn við það að skoða allar litríku og fallegu tölurnar 

Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað við afganginn af aðventukransinum 
Svo ég tók hekluðu dúllurnar af borðanum og þræddi á tölur í staðinn. Er agalega sátt við útkomuna.

Síminn fékk líka andlitsliftingu
Henni vantar eiginlega bara nafn líka ;-)

Kem svo á eftir með fyrsta verkefnið í Project restyle.

No comments:

Post a Comment