Mandarínukassinn....
...sem gerðist hilla undir smádót
Ég grunnaði hann og spreyjaði með hvítu spreyji. Ég ætlaði að láta það duga en sá svo þetta listaverk eftir Erlu Maren á borðinu mínu svo ég skellti því þarna með ;-)
Og svo sláin sem ég ætlaði hélt ég aldrei að klára.. En hana gerði ég úr A-sniðnu pilsi sem ég keypti í nytjamarkaðinum :-) Ég fór eftir þessum leiðbeiningum
Ég heklaði svo lengjur sem ég saumaði á. Fléttaði hluta af þeim líka. Hér sést fléttan betur..
Ég er agalega sátt við útkomuna :-)
Æðisleg slá!! Svo flottur litur og það sem þú heklaðir og fléttaðir við!
ReplyDelete-Falleg líka kúlan.. :)