Thursday, June 14, 2012

Lítill svartur kjóll

Það er góð hugmynd að taka upp snið af flík sem manni þykir vænt um og fílar vel. Ég er t.d. lengi búin að eiga kjólinn á myndinni til vinstri. Ég var hins vegar með allt öðruvísi efni til að vinna með en ákvað að sníða efri hlutann á nýja kjólnum eftir hinum en láta hann svo vera lausari að neðan.

Og það besta er að þessi kjóll var einu sinni virkilega víðar og fyndnar buxur sem ég fann hjá mömmu. Hann var því ekki dýr í framkvæmd. Keypti bara tvinna og silki-skábandið sem ég setti í hálsmálið og svo neðst á hann. Við erum að tala um nokkra hundraðkalla skiljiði :-)

Mér finnst hann æði eins og ég notaði hann í gær svona alveg lausan eeen hann býður  upp á svo marga  spennandi möguleika.

Við Sigríður systir lékum okkur útí garði í gær


Ég smellti mér í þessar litlu hvítu ermar og skóna fínu frá því ég gifti mig. Aldeilis sem kjóllinn var fínn svona. Rómó fílingur í þessu















                                                                                                                                                              
Svo þægilegur til að hnoðast með litlu skotturnar :-)




Skora á ykkur allar að finna ykkur efni sem má alveg skemmast og prófa bara. Þetta er svo gaman! :-)
<3 Dúdda

1 comment:

  1. flottur og fjölhæfur kjóll hjá þér. Það er gaman að sjá hvað hann er ekki neitt líkur fyrirmyndinni.

    Kveðja María

    ReplyDelete