Hér er "kransinn" minn í ár. Ég er fyrir löngu síðan búin að ákveða hvernig skreytingin ætti að vera en gleymdi að spá í því hvort ég ætti kertin eins og ég vildi hafa þau. Svo var ekki og það var ekki hlaupið að því að redda því. Kertin voru komin til mín í hádeginu og þá gat ég farið að mynda ;-)
Hér erum við með nokkur Silvanian family dýr. Greni í vatnskrukku. Fjórar krukkur með grófu salti og kerti og svo vírlengju með skrautperlum, bjöllum og hamaperlum sem ég klippti í sundur. Og hjartað mitt syngur!
Og auðvitað þurfa krúttin stiga til að koma skrautinu fyrir og eitt heldur við stigann. Öryggið að sjálfsögðu í fyrirrúmi.
Og þessi tvö sjá um að þræða perlurnar uppá vírinn.
Er ekki örugglega allt í lagi hér?
:-)
Allir hjálpa til.
Gleði gleði :-)
Hér getiði svo séð fyrri skreytingar:
Kv. Dúdda
Æji en yndislegt!
ReplyDeleteKrílin hafa nú verið sátt með þennan!
Æðislegt!
ReplyDeleteFlottur
ReplyDeletekv Ása
Það er allt svo fallegt og fjölskylduvænt sem þú gerir. Þessi aðventukrans toppar samt flest. Hann er dásemd.
ReplyDeleteLilja Kristín