Tuesday, January 7, 2014

Aðeins að breyta til - DIY

Á þessu heimili var byrjað að pakka niður jólunum fyrir helgi. Ég var bara búin að fá nóg. Ég fæ samt ekki nóg af ljósunum en langaði til að breyta til. Svo sá ég þessa fínu hugmynd á Subtle Revelry og ákvað að skella mér í verkið:

Lítil krútt-box urðu til úr origami pappírnum sem ég átti til. 

 Þeim var skellt á seríu sem ég skipti út fyrir jólalegu bjölluseríuna sem hékk í eldhúsglugganum.Yndisleg birtan

 Svo átti ég til nokkrar litlar arkir sem urðu rosa fínar á betterýs-seríu sem tengdamamma færði okkur fyrir jólin.

Kv. Dúdda <3

1 comment: