Tuesday, March 13, 2012

Laugardagsföndrið - Pils

Hér koma nokkrar vel hristar og hrærðar myndir. Ákvað samt að deila þeim með ykkur þar sem pilsið sem er í aðalhlutverkinu er svo asskoti sætt!

Við mæðgur saumuðum semsagt eitt stykki pils á Laugardaginn en efnið sem við notuðum var bútur sem hafði verið klippt af pilsi sem mamma stytti fyrir Sigríði. Ótrúlega sniðugt að nota það í pils á lítið stelpuskott finnst mér :-)

Svona lá rófunni mikið á að fá nýja pilsið - hún var barasta komin í verkið sjálf..

Mikið kát með fína pilsið :-)


:-)

2 comments:

  1. Flott pils hjá ykkur, það er svo gaman þegar börnin fara að taka þátt í saumaskapnum.

    ReplyDelete
  2. úpps, gleymdi að skrifa nafnið minn neðst.

    María

    ReplyDelete